Erlent

Lars Løkke leggur nýjan ráðherrakapal

Lars Løkke Rasmussen.
Lars Løkke Rasmussen.

Danski forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen hefur stokkað verulega upp í ráðherraliði sínu en hann kynnti breytingarnar í morgun. Þrettán breytingar voru gerðar á ráðherraliðinu en í stjórninni eru nítján ráðherrar.

Í fyrsta sinn í sögunni eru utanríkis- og varnarmálaráðherrar landsins báðir kvenkyns, Lene Espersen í því fyrrnefnda og Gitte Lillelund Bech í því síðarnefnda. Fyrrverandi utanríkisráðherrann Per Stig Möller verður menningarmálaráðherra og Lars Barfoed tekur við dómsmálaráðuneytinu.

Sören Pind verður ráðherra þróunarmála og Bertel Haarder verður heilbrigðisráðherra auk þess sem hann gegnir einnig embætti innanríkisráðherra. Brian Mikkelsen tekur við af Lene Espersen í viðskiptaráðuneytinu og Troels Lund Poulsen fer með skattamálin í ríkisstjórninni.

Karen Elleman tekur við umhverfisráðuneytinu og Hans Christian Schmitt verður samgönguráðherra. Að lokum hefur Rasmussen skipað Charlotte Sahl-Madsen sem vísindaráðherra og félagsmálaráðherrann verður einnig kona, Benedikte Kiær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×