Erlent

Fundu mikið magn af fíkniefnafé í Kolómbíu

Lögreglan í Kolómbíu hefur lagt hald á mikið magn peninga í húsi í höfuðborginni Bogota. Um er að ræða 29 milljónir dollara og 17 milljónir evra. Samanlagt er um að ræða verðmæti upp á nær sex milljarða kr.

Talið er að fé þetta séu fíkniefnagreiðslur frá mexíkönskum glæpagengjum til Daniel "The Madman" Barrera sem er þekktasti fíkniefnasali Kolómbíu. Barrera er nú í felum í Venesúela.

Lögreglan telur að um sé að ræða greiðslur fyrir fleiri tonn af kókaíni sem Barrera hefur sent til Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×