Háhyrningurinn snúi heim til Íslands 28. febrúar 2010 11:28 Dawn Brancheau hafði áratuga reynslu af að vinna með háhyrningum á borð við Tilikum. Myndin er tekin skömmu áður en Tilikum dró hana niður á botn laugarinnar. MYND/AP Háhyrningurinn Tilikum sem drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í síðustu viku á að fá að snúa í sitt náttúrulega umhverfi og á heimaslóðir við Íslandsstrendur. Þetta er skoðun pistlahöfundar bandaríska dagblaðsins Olympian. Þjálfarinn lést eftir að Tilikum hafði gripið hana í kjaftinn og dregið hana niður á botn laugarinnar. Talsmenn SeaWorld segja ómögulegt að sleppa honum á ný út í náttúruna og ekki komi til greina að farga dýrinu. Í skoðanakönnun sem fréttastöðin CBS lét gera skömmu eftir atvikið kom í ljós að 77% vildu láta drepa háhyrninginn. Því er pistlahöfundur Olympian ósammála. Hann segir að það sé uppskrift að stórslysi þegar stórt og greint sjávarspendýr sé tekið úr sínu náttúrulega umhverfi, flutt þúsundir kílómetra og komið fyrir í litlum tanki og haldið þar í einangrun í tæp 30 ár. „Það á ekki að refsa eða drepa háhyrninginn vegna þess að hann er árásargjarn. Ef ekki væri fyrir græðgi manna hefði þessi harmleikur aldrei átt sér stað," segir pistlahöfundurinn. Tilikum hafi tekið út sína refsingu þau 27 ár sem hann hafi verið til sýnis og því eðlilegt að sleppa honum við strendur Íslands. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að Tilikum var fangaður af skipsverjum Guðrúnar HF í október 1983 ásamt tveimur öðrum háhyrningum í Berufirði og var um tíma til sýnis í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Hann var síðan seldur til Bandaríkjanna en íslenskir háhyrningar voru feikilega vinsælir á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir að slíkar veiðar voru bannaðar í Kyrrahafinu 1972. Tengdar fréttir Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17 Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00 Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum sem drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í síðustu viku á að fá að snúa í sitt náttúrulega umhverfi og á heimaslóðir við Íslandsstrendur. Þetta er skoðun pistlahöfundar bandaríska dagblaðsins Olympian. Þjálfarinn lést eftir að Tilikum hafði gripið hana í kjaftinn og dregið hana niður á botn laugarinnar. Talsmenn SeaWorld segja ómögulegt að sleppa honum á ný út í náttúruna og ekki komi til greina að farga dýrinu. Í skoðanakönnun sem fréttastöðin CBS lét gera skömmu eftir atvikið kom í ljós að 77% vildu láta drepa háhyrninginn. Því er pistlahöfundur Olympian ósammála. Hann segir að það sé uppskrift að stórslysi þegar stórt og greint sjávarspendýr sé tekið úr sínu náttúrulega umhverfi, flutt þúsundir kílómetra og komið fyrir í litlum tanki og haldið þar í einangrun í tæp 30 ár. „Það á ekki að refsa eða drepa háhyrninginn vegna þess að hann er árásargjarn. Ef ekki væri fyrir græðgi manna hefði þessi harmleikur aldrei átt sér stað," segir pistlahöfundurinn. Tilikum hafi tekið út sína refsingu þau 27 ár sem hann hafi verið til sýnis og því eðlilegt að sleppa honum við strendur Íslands. Fram kom í Fréttablaðinu fyrir helgi að Tilikum var fangaður af skipsverjum Guðrúnar HF í október 1983 ásamt tveimur öðrum háhyrningum í Berufirði og var um tíma til sýnis í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Hann var síðan seldur til Bandaríkjanna en íslenskir háhyrningar voru feikilega vinsælir á fyrri hluta áttunda áratugarins eftir að slíkar veiðar voru bannaðar í Kyrrahafinu 1972.
Tengdar fréttir Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17 Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00 Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Tilikum verður áfram í SeaWorld Háhyrningurinn Tilikum sem varð þjálfara sínum að bana í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída í fyrradag fær að vera áfram í garðinum að sögn stjórnenda. 26. febrúar 2010 07:17
Tilikum fékk ekki að koma til Íslands Háhyrningnum Tilikum var neitað um að koma til Íslands árið 1992 þegar erlendir dýraverndunarsinnar óskuðu eftir því að fá að flytja hann hingað. Tilikum hefur verið til umfjöllunar í heimspressunni undanfarna daga eftir að hann drap þjálfarann sinn, Dawn Brancheau, á sýningu í SeaWorld í Orlando í vikunni. 26. febrúar 2010 05:00
Háhyrningur drap þjálfarann sinn í SeaWorld Háhyrningur í sædýrasafninu SeaWorld í Flórída varð þjálfara sínum að bana í gær á miðri sýningu. 25. febrúar 2010 08:04