Handbolti

Þýski handboltinn: Hannes Jón með þrjú mörk í sigri Hannover

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.

Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag og nokkrir Íslendingar að vanda í eldlínunni.

Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk þegar Hannover vann 27-25 sigur gegn Magdeburg en staðan var 11-9 í hálfleik.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin töpuðu hins vegar 29-25 fyrir Göppingen eftir að staðan hafði verið jöfn, 15-15, í hálfleik.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Füchse Berlin í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×