Erlent

Teresa Lewis tekin af lífi í Virginíu

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að afturkalla dauðadóm kvennmanns í ríkinu Virginia.

Hin fertuga Tersea Lewis verður því fyrsta konan sem tekin er af lífi í Bandaríkjunum á síðustu fimm árum og sú fyrsta sem tekin er af lífi í Virginíu frá árinu 1912.

Lewis hlaut dauðadón eftir að hún játaði að hafa skipulagt morðin á eiginmanni sínum og stjúpsyni árið 2002. Hún réð tvo leigumorðingja til verknaðarins. Leigumorðingjarnir hlutu báðir lífstíðardóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×