Erlent

Íhugar að lögsækja banka

George Papandreou
George Papandreou

grikkland, ap Grikkir ætla að skoða þann möguleika að lögsækja bandaríska fjárfestingabanka fyrir að hafa átt þátt í efnahagsvandræðum landsins. Þetta sagði George Papandreou forsætisráðherra landsins í gær.

Bæði ríkisstjórn og almenningur í Grikklandi hafa kennt fjárfestingabönkunum um að hafa átt þátt í efnahagshruninu þar með neikvæðum spám sínum.

Forsætisráðherrann sagði þó fyrst nauðsynlegt að rannsaka hrunið til hlítar. Gríska þingið mun standa fyrir slíkri rannsókn. Þá sagðist hann ætla að beita sér fyrir sterkari löggjöf um fjármálamarkaðinn. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×