Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar 22. september 2010 06:00 Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun