Erlent

Uffe Ellemann hraunar yfir dönsku ríkisstjórnina

Íslandsvinurinn Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum ráðherra og formaður Venstri flokksins gagnrýnir ríkisstjórn Danmerkur harðlega í nýrri grein sem kemur út í tímaritinu Euroman á morgun.

Jensen segir að stjórnin hafi svikið efnahagslíf landsins og að hann sé orðinn þreyttur á að horfa upp á að opinberi geirinn haldi áfram að blása út þótt hægri stjórn sé við völd í landinu.

Þá kemur fram í máli hans að endurskipuleggja þurfi velferðarkerfi landsins því ríkissjóður geti einfaldlega ekki staðið undir því í núverandi mynd. Fjarlagahallinn vaxi stöðugt sem og opinberar skuldir landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×