Háskólakerfi í kreppu 8. mars 2010 06:00 Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun