Háskólakerfi í kreppu 8. mars 2010 06:00 Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun