Opið bréf til þingmanna Úlfur Eldjárn skrifar 8. janúar 2010 15:46 Kæru þingmenn. Ég ætla hvorki að kalla ykkur landráðamenn né hetjur, hvað þá að reisa ykkar minnisvarða eða níðstangir. Fyrir mér eruð þið einfaldlega opinberir starfsmenn í vinnu hjá þjóðinni og þið hafið ekki staðið ykkur alveg nógu vel í vinnunni. Ef ég væri vinnuveitandi og þið starfsmenn mínir væri ég eflaust búinn að segja ykkur flestum upp. Ég veit að margir óbreyttir kjósendur eru mér sammála og ég veit líka að óánægjan með störf Alþingis er þverpólítísk. Ykkar verkefni var að leysa Icesavemálið og þjappa þjóðinni saman. Það hefur mistekist. Þjóðaratkvæðagreiðsla og tveggja mánaða áróðursherferð, með og á móti gerðum samningi mun varla hjálpa mikið. Niðurstaða málsins er ennþá óviðunandi og þjóðin verður áfram klofin. Við verðum að hlusta á Evu Joly og fleiri málsmetandi manneskjur og sætta okkur við að nýr samningur er eina lausnin. Þetta verða allir að sætta sig við, líka mesta öfgafólkið. Bæði þeir sem segja „við borgum ekki, við borgum ekki" og líka hinir sem virðast líta á Icesave skuldbindingarnar sem einhverskonar bráðnauðsynlegan og mannbætandi hreinsunareld sem við verðum að undirgangast áður en við fáum inngöngu í Paradís Evrópusambandsins. Ykkar áherslur undanfarna mánuði hafa verið að rífa hvort annað niður og tæta í sundur málefnalega umræðu með öllum tiltækum og þó aðallega ótækum ráðum. Það liggur við að maður grípi fyrir eyru barna sinna í hvert skipti sem heyrist í Alþingismanni í útvarpinu. Niðurlægingin er algjör. Eina samstaðan sem hefur náðst er samstaðan um samstöðuleysið og dettur mér í fljótu bragði aðeins í hug einn þingmaður sem hefur lagt eitthvað á sig til þess að freista þess að ná breiðari samstöðu um málið. Stjórnarandstaðan hefur tafið málið með lúalegum aðferðum og ríkisstjórnin ítrekað reynt að kæfa málefnalega umræðu í þinginu og þjóðfélaginu með gerræðislegum tilburðum. Hún hefur meira að segja misnotað stofnanir ríkisins til að halda úti einhliða hræsluáróðri sínum. Það eru forkastanleg vinnubrögð. Ríkisstjórnin hefur einnig verið staðin að því að tala ekki skýrt til umheimsins og verið uppteknari af því að bæta stöðu sína innanlands en að bæta stöðu Íslands út á við. Skaðinn sem nýleg ummæli forsætisráðherra hafa valdið í fjölmiðlum erlendis er ekkert síðri og jafnvel tilefnislausari en frægt Kastljósviðtal við ónefndan Seðlabankastjóra hér um árið. Það fór um mig hrollur þegar ég horfði á BBC sjónvarpa Jóhönnu Sigurðardóttur um allan heim, þar sem hún tilkynnir landsmönnum að ákvörðun forseta Íslands muni leggja allt uppbyggingarstarf hér í rúst. Misskilingurinn sem þau ummæli hafa valdið er augljós. Þetta er ekki boðlegur málflutningur forsætisráðherra á erfiðum tímum. Maður spyr sig óneitanlega hvaða gagn er af forsætisráðherra sem getur ekki látið það eiga sig að tala með þessum hætti í þær fáu sekúndur sem allur heimurinn leggur við hlustir. Til allrar lukku tókst hinum óútreiknanlega forseta okkar að milda höggið með glæsilegri frammistöðu í viðtali við einn harðsnúnasta sjónvarpsmann Bretlands. Eins óánægður og ég hef jafnan verið með þann forseta þá get ég ekki ímyndað betri talsmann fyrir þjóðina á þeirri stundu. Þetta var fimms stjörnu performans. Engu að síður ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn og gef mér að ríkisstjórnin leggi sig alla fram og sé nú að vinna mun betra verk á erlendri grundu en nokkurn tímann áður. Mitt innlegg í umræðuna er því að reyna að vera dálítið jákvæður og lausnamiðaður einsog það heitir víst á fagmáli. Mig langar til að hjálpa til við að velta upp lausnum á því hvernig mætti semja betur við Breta og Hollendinga, enda augljóslega æskilegra að ná nýjum samningum en að kljúfa þjóðina frekar með enn einu áróðurs- og hatursstríðinu. Lengi hefur það brunnið á mér að vita af hverju Innstæðutryggingasjóður Ríkisisns leitar ekki eftir aðstoð lífeyrissjóða landsins og af hverju við leitum ekki sömuleiðis eftir hjálp íslenskra fjármagnseigenda, en í bankakerfinu liggja gríðarlegir óhreyfðir fjármunir í einkaeign sem bíða þess að fara aftur í umferð og munu hugsanlega verða til vandræða þegar þeir fara að hreyfa sig, þ.e.a.s. vegna verðbólguþrýstings. Annað sem hefur brunnið á mér er af hverju fyrirvarar um greiðslugetu íslenska þjóðarbúsins eru ekki „árangurstengdir" og einnig tengdir við endurheimtur eigna Landsbankans. Mér datt því eftirfarandi „lausn" á Icesavemálinu í hug og vil gjarnan koma henni á framfæri við ykkur. Kannski eru þetta allt hlutir sem er löngu búið að fara í gegnum. Mér sýnist nú samt að ýmsir þingmenn hafi farið í gegnum síðustu 10 mánuði svo blindaðir af flokksaga að þeir hafi varla haft fyrir því að kynna sér málið frá neinni hlið. Kannski er kominn tími til þess, kæru þingmenn, að þið vinnið vinnuna ykkar og farið að hlusta en ekki bara tala? ------- Lausn mín á Icesavedeilunni: Breska og hollenska ríkið taki yfir eignir Landsbankans erlendis og bókfæri þær samkvæmt sanngjörnu mati, segjum að það sé 90% af heildarskuldinni. Íslenska ríkið greiði Bretum og Hollendingum mismuninn þegar í stað. Lífeyrissjóðir Íslands (og aðrir fjárfestar sem hafa áhuga) láni íslenska ríkinu fyrir greiðslunni sem það svo endurgreiðir með ásættanlegum vöxtum fyrir báða aðila. Þannig verður gjaldeyrisstaða landsins áfram viðunandi þrátt fyrir þungar vaxtagreiðslur ríkisins. Við höldum fullum rétti á að fara með málið fyrir dóm síðar meir. Settir verða eftirfarandi „árangurstengdir" fyrirvarar: Reynist eignir Landsbankans verðminni en talið var en hagvöxtur á Íslandi aftur á móti meiri en gert var ráð fyrir, þá borgum við meira. Reynist eignir Landsbankans verðmeiri en hagvöxtur á Íslandi aftur á móti undir væntingum, þá borgum við minna. Fari allt á versta veg - eignir Landsbanakans reynast verðlausar og hagvöxtur á Íslandi enginn - deilum við tapinu 50/50. Öllum vafa um forgangskröfur verði eytt. ------ Ykkur er öllum óhætt að velta þessu fyrir ykkur. Ég er óflokksbundinn og geng ekki erinda neinna nema barnanna minna og heilbrigðrar skynsemi. Með vinsemd og vonandi bráðum virðingu líka, Úlfur Eldjárn. Höfundur er einn af rúmlega 300.000 yfirmönnum Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Ég ætla hvorki að kalla ykkur landráðamenn né hetjur, hvað þá að reisa ykkar minnisvarða eða níðstangir. Fyrir mér eruð þið einfaldlega opinberir starfsmenn í vinnu hjá þjóðinni og þið hafið ekki staðið ykkur alveg nógu vel í vinnunni. Ef ég væri vinnuveitandi og þið starfsmenn mínir væri ég eflaust búinn að segja ykkur flestum upp. Ég veit að margir óbreyttir kjósendur eru mér sammála og ég veit líka að óánægjan með störf Alþingis er þverpólítísk. Ykkar verkefni var að leysa Icesavemálið og þjappa þjóðinni saman. Það hefur mistekist. Þjóðaratkvæðagreiðsla og tveggja mánaða áróðursherferð, með og á móti gerðum samningi mun varla hjálpa mikið. Niðurstaða málsins er ennþá óviðunandi og þjóðin verður áfram klofin. Við verðum að hlusta á Evu Joly og fleiri málsmetandi manneskjur og sætta okkur við að nýr samningur er eina lausnin. Þetta verða allir að sætta sig við, líka mesta öfgafólkið. Bæði þeir sem segja „við borgum ekki, við borgum ekki" og líka hinir sem virðast líta á Icesave skuldbindingarnar sem einhverskonar bráðnauðsynlegan og mannbætandi hreinsunareld sem við verðum að undirgangast áður en við fáum inngöngu í Paradís Evrópusambandsins. Ykkar áherslur undanfarna mánuði hafa verið að rífa hvort annað niður og tæta í sundur málefnalega umræðu með öllum tiltækum og þó aðallega ótækum ráðum. Það liggur við að maður grípi fyrir eyru barna sinna í hvert skipti sem heyrist í Alþingismanni í útvarpinu. Niðurlægingin er algjör. Eina samstaðan sem hefur náðst er samstaðan um samstöðuleysið og dettur mér í fljótu bragði aðeins í hug einn þingmaður sem hefur lagt eitthvað á sig til þess að freista þess að ná breiðari samstöðu um málið. Stjórnarandstaðan hefur tafið málið með lúalegum aðferðum og ríkisstjórnin ítrekað reynt að kæfa málefnalega umræðu í þinginu og þjóðfélaginu með gerræðislegum tilburðum. Hún hefur meira að segja misnotað stofnanir ríkisins til að halda úti einhliða hræsluáróðri sínum. Það eru forkastanleg vinnubrögð. Ríkisstjórnin hefur einnig verið staðin að því að tala ekki skýrt til umheimsins og verið uppteknari af því að bæta stöðu sína innanlands en að bæta stöðu Íslands út á við. Skaðinn sem nýleg ummæli forsætisráðherra hafa valdið í fjölmiðlum erlendis er ekkert síðri og jafnvel tilefnislausari en frægt Kastljósviðtal við ónefndan Seðlabankastjóra hér um árið. Það fór um mig hrollur þegar ég horfði á BBC sjónvarpa Jóhönnu Sigurðardóttur um allan heim, þar sem hún tilkynnir landsmönnum að ákvörðun forseta Íslands muni leggja allt uppbyggingarstarf hér í rúst. Misskilingurinn sem þau ummæli hafa valdið er augljós. Þetta er ekki boðlegur málflutningur forsætisráðherra á erfiðum tímum. Maður spyr sig óneitanlega hvaða gagn er af forsætisráðherra sem getur ekki látið það eiga sig að tala með þessum hætti í þær fáu sekúndur sem allur heimurinn leggur við hlustir. Til allrar lukku tókst hinum óútreiknanlega forseta okkar að milda höggið með glæsilegri frammistöðu í viðtali við einn harðsnúnasta sjónvarpsmann Bretlands. Eins óánægður og ég hef jafnan verið með þann forseta þá get ég ekki ímyndað betri talsmann fyrir þjóðina á þeirri stundu. Þetta var fimms stjörnu performans. Engu að síður ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn og gef mér að ríkisstjórnin leggi sig alla fram og sé nú að vinna mun betra verk á erlendri grundu en nokkurn tímann áður. Mitt innlegg í umræðuna er því að reyna að vera dálítið jákvæður og lausnamiðaður einsog það heitir víst á fagmáli. Mig langar til að hjálpa til við að velta upp lausnum á því hvernig mætti semja betur við Breta og Hollendinga, enda augljóslega æskilegra að ná nýjum samningum en að kljúfa þjóðina frekar með enn einu áróðurs- og hatursstríðinu. Lengi hefur það brunnið á mér að vita af hverju Innstæðutryggingasjóður Ríkisisns leitar ekki eftir aðstoð lífeyrissjóða landsins og af hverju við leitum ekki sömuleiðis eftir hjálp íslenskra fjármagnseigenda, en í bankakerfinu liggja gríðarlegir óhreyfðir fjármunir í einkaeign sem bíða þess að fara aftur í umferð og munu hugsanlega verða til vandræða þegar þeir fara að hreyfa sig, þ.e.a.s. vegna verðbólguþrýstings. Annað sem hefur brunnið á mér er af hverju fyrirvarar um greiðslugetu íslenska þjóðarbúsins eru ekki „árangurstengdir" og einnig tengdir við endurheimtur eigna Landsbankans. Mér datt því eftirfarandi „lausn" á Icesavemálinu í hug og vil gjarnan koma henni á framfæri við ykkur. Kannski eru þetta allt hlutir sem er löngu búið að fara í gegnum. Mér sýnist nú samt að ýmsir þingmenn hafi farið í gegnum síðustu 10 mánuði svo blindaðir af flokksaga að þeir hafi varla haft fyrir því að kynna sér málið frá neinni hlið. Kannski er kominn tími til þess, kæru þingmenn, að þið vinnið vinnuna ykkar og farið að hlusta en ekki bara tala? ------- Lausn mín á Icesavedeilunni: Breska og hollenska ríkið taki yfir eignir Landsbankans erlendis og bókfæri þær samkvæmt sanngjörnu mati, segjum að það sé 90% af heildarskuldinni. Íslenska ríkið greiði Bretum og Hollendingum mismuninn þegar í stað. Lífeyrissjóðir Íslands (og aðrir fjárfestar sem hafa áhuga) láni íslenska ríkinu fyrir greiðslunni sem það svo endurgreiðir með ásættanlegum vöxtum fyrir báða aðila. Þannig verður gjaldeyrisstaða landsins áfram viðunandi þrátt fyrir þungar vaxtagreiðslur ríkisins. Við höldum fullum rétti á að fara með málið fyrir dóm síðar meir. Settir verða eftirfarandi „árangurstengdir" fyrirvarar: Reynist eignir Landsbankans verðminni en talið var en hagvöxtur á Íslandi aftur á móti meiri en gert var ráð fyrir, þá borgum við meira. Reynist eignir Landsbankans verðmeiri en hagvöxtur á Íslandi aftur á móti undir væntingum, þá borgum við minna. Fari allt á versta veg - eignir Landsbanakans reynast verðlausar og hagvöxtur á Íslandi enginn - deilum við tapinu 50/50. Öllum vafa um forgangskröfur verði eytt. ------ Ykkur er öllum óhætt að velta þessu fyrir ykkur. Ég er óflokksbundinn og geng ekki erinda neinna nema barnanna minna og heilbrigðrar skynsemi. Með vinsemd og vonandi bráðum virðingu líka, Úlfur Eldjárn. Höfundur er einn af rúmlega 300.000 yfirmönnum Alþingis.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar