Innlent

Vill að varaformenn stjórnarflokkanna taki við keflinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þarf kynslóðaskipti í ríkisstjórninni, en ekki endilega nýja rikisstjórn, sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á Alþingi í dag.

Til umræðu var staða Icesave málsins eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram fór um helgina. Þór sagðist telja að það þyrfti nýja forystumenn í stjórnarflokkana og lagði til að formenn flokkanna leyfðu varaformönnum að taka við keflunum.

Þór sagðist hafa upplifað það í umræðunni í gær að þrír stærstu flokkarnir væru fastir í hjólfaraumræðu flokkspólitískra- og annarra þröngra sérhagsmuna. Slík umræða myndi færa þjóðina aftur að hruni. Það þyrfti nauðsynlega að horfa á málin út frá hagsmunum almennings en ekki út frá þröngum hagsmunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×