Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju

Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Ísland er jafnframt eina landið þar sem álagið hækkar í dag samkvæmt fréttabréfi CMA gagnaveitunnar.

Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði um 1,8% eða 8 punkta frá mælingunni s.l. föstudag og stendur nú í 459 punktum samkvæmt CMA.

Skuldatryggingaálag sjö ríkja ríkja lækkar um meir en 5% í dag og mesta athygli vekur að álagið á Dubai er nú komið aftur undir 500 punkta. Það lækkaði myndarlega, eða um 5,5%, og stendur nú í 479 punktum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×