Skoðun

Stóra, svarta holan

Hulda Jósefsdóttir hönnuður skrifar

Tillaga Ólafíu Zoëga, unga arkitektsins frá Bergen­háskóla, sem birtist í Fréttablaðinu 26. október virðist bráðsnjöll og aðgengileg lausn á bráðum vanda íbúa við Einholt, Þverholt og nágrenni.

Stóra, svarta holan og ófögnuðurinn sem henni fylgir er óþolandi nær­umhverfi.

Grænt almenningssvæði sem gera má í áföngum mundi tengjast eðlilega hinu gamla, gróna umhverfi sem fyrir er og íbúum borgarinnar er annt um að varðveita.

Í von um betri tíð með blóm í haga.

Hulda Jósefsdóttir hönnuður

 

 

 

Hér má lesa grein Ólafíu í Fréttablaðinu.

Einnig er hægt að fræðast nánar um verkefnið á heimasíðu Ólafíu, criceland.blogspot.com.




Skoðun

Sjá meira


×