Lífið

Ótrúleg gleði í partý Páls Óskars | Myndir

Páll Óskar er Eurovision kóngur Íslands og við getum ekki beðið eftir því að hann taki aftur þátt í keppninni.
Páll Óskar er Eurovision kóngur Íslands og við getum ekki beðið eftir því að hann taki aftur þátt í keppninni. Mynd/Þorgeir Ólafsson

Það verður að segjast að fáir komast með tærnar þar sem Páll Óskar er með hælana í Eurovision partýhaldi. Aðdáendur keppninnar voru í hörkustuði á laugardaginn, enda var hún stórskemmtileg hjá frændum vorum Norðmönnum og ekki skemmdi frábær flutningur Heru Bjarkar og félaga fyrir.

Eftir keppni og fyrstu tölur í kosningum streymdi fólk á Nasa við Austurvöll í Eurovision veislu Páls Óskars. Hann sveik ekki frekar en fyrri daginn og hélt fólkinu við efnið með brjáluðum Eurovision smellum. Auk þess litu nokkrir af Eurovision keppendum Íslands við og tóku lagið með glans.

Þorgeir Ólafsson ljósmyndari kíkti á svæðið og smellti nokkrum frábærum myndum af gestunum á Nasa. Er það eiginlega með ólíkindum hversu mikil gleði skín úr andlitum allra. Kíkið á fjörið í myndasafninu hér fyrir neðan.





Það gerist nú ekki mikið flottara en þetta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.