Erlent

Frakkar fagna á sjómannadegi

Latouche-Trevillé Franska herskipið sem kemur til Reykjavíkur á morgun.
Latouche-Trevillé Franska herskipið sem kemur til Reykjavíkur á morgun.
Franska kafbátaleitarskipið Latouche-Tréville leggur að höfn í Reykjavík á morgun.

Skipverjar munu taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á sunnudag og verður skipið við bakka í Sundahöfn til þriðjudagsins 8. júní, að því er segir í tilkynningu frá sendiráði Frakklands hérlendis.

„Viðkoma þess í Reykjavík er hluti af venjubundnum verkefnum þess á norðurslóðum. Skipið er 139 metrar að lengd og vegur 4.800 tonn. Áhöfnin telur 248 meðlimi,“ segir í tilkynningunni. Almenningi gefst kostur á að skoða Latouche-Tréville á sunnudag milli klukkan 14 og 18. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×