Erlent

Tilefni morðanna er enn hulin ráðgáta

Sorgmæddir aðstandendur Bretar eru slegnir vegna morðanna á miðvikudag.
Sorgmæddir aðstandendur Bretar eru slegnir vegna morðanna á miðvikudag. nordicphotos/AFP
Rannsóknarlögreglan í Bretlandi hefur reynt að finna vísbendingar um hvað varð til þess að Derrick Bird, 52 ára leigubílstjóri í norðvesturhluta Englands, tók upp á því að skjóta á fólk meðan hann ók um þorp og sveitir á miðvikudagsmorgun.

Athyglin hefur meðal annars beinst að rifrildi hans við nokkra aðra leigubílstjóra kvöldið áður en hann tók að myrða. Einnig hefur athyglin beinst að hugsanlegum fjölskyldudeilum, sem sagðar eru snúast um arf.

Lögreglan segir þó margt óljóst og fólk verði að sýna þolinmæði. Það sé erfitt og tímafrekt verk að púsla saman upplýsingum um ferðir Birds og hugsanlegar ástæður fyrir morðunum.

Bird varð tólf manns að bana áður en hann stytti sér aldur. Ellefu manns að auki þurfti að flytja á sjúkrahús, og voru átta þeirra enn á sjúkrahúsi í gær. Þar af voru þrír í lífshættu, en eru það ekki lengur þótt ástand þeirra sé enn alvarlegt.

Einn hinna látnu er Kevin Commons, lögfræðingur sem vann fyrir fjölskyldu Birds. Þá hafa breskir fjölmiðlar haldið því fram að tvíburabróðir Birds, David, sé meðal hinna látnu.

Bird er sagður hafa verið rólyndismaður og almennt vingjarnlegur við aðra.

„Hann hafði ekki mikil samskipti við aðra,“ segir June Lamb, kona sem þekkti vel til hans. „Hann var þögull, en þó enginn einfari. Hann skemmti sér með fólki.“- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×