Lífið

Stoltið er mikilvægt

Idol-sigurvegarinn er að undirbúa sína fyrstu plötu.
Idol-sigurvegarinn er að undirbúa sína fyrstu plötu.
Sigurvegari American Idol, Lee DeWyze, ætlar að vera stoltur af sinni fyrstu plötu sem hann gefur út. Hann segist hafa frá mörgu að segja á plötunni.

„Það verður eitthvað af poppi á henni og líka rokki og þjóðlagatónlist. Ég er ekki að reyna að gera eitthvað sem enginn hefur áður gert. Það er búið að gera allt," sagði hinn 24 ára DeWyze.

Hann er eigi að síður ólmur í að festa sig í sessi í tónlistinni. „Þótt ég hafi unnið American Idol finnst mér ég ekki hafa slegið í gegn. Ég þarf enn þá að sanna mig," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.