Lífið

Paul McCartney áttar sig á réttindum stjarna

Bítillinn fyrrverandi gefur til dæmis ekki eiginhandaráritanir þegar hann borðar.
Bítillinn fyrrverandi gefur til dæmis ekki eiginhandaráritanir þegar hann borðar.

Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, neitar að gefa eiginhandaráritanir þegar hann vill njóta einkalífsins.

„Það getur verið pirrandi að vera frægur. Núna fer ég eftir reglum. Ég hef loksins áttað mig á því að ég hef mín réttindi. Þegar fólk gengur upp að mér á veitingastað og biður um eiginhandaráritun segi ég: „Því miður. Ég gef ekki áritanir þegar ég er að borða. Vonandi geturðu skilið það. En ég skal taka í höndina á þér og spjalla við þig“,“ sagði McCartney.

„Mér finnst í góðu lagi að tala við fólk en um leið og það vill breyta mér í einhverja stjörnu sem ég forðast að vera á þeim tímapunkti segi ég: „Nei ég tek ekki þátt í þessu“. 99,9 prósent fólks er mjög skilningsríkt vegna þess að það skilur ef maður vill vera út af fyrir sig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.