Erlent

Meintur morðingi í haldi

Maðurinn er grunaður um að hafa myrt belgískan dómara og aðstoðarmann hennar sl. fimmtudagsmorgun.
Maðurinn er grunaður um að hafa myrt belgískan dómara og aðstoðarmann hennar sl. fimmtudagsmorgun. Mynd/AP
Lögreglan í Belgíu hefur handtekið mann sem hún hefur grunaðan um að hafa skotið dómara og aðstoðarmann hennar til bana þegar þau voru að koma úr réttarsal í Brussel á fimmtudagsmorgun.

Maðurinn, sem er Írani að uppruna, fannst í almenningsgarði í borginni, en hann hafði flúið dómssalinn þar sem skotárásin átti sér stað á fæti. Árásarmaðurinn virðist hafa átt óuppgerðar sakir við dómarann sem fyrirskipaði útburð á hann árið 2007.

Dómsmálaráðherra Belgíu hefur þegar farið fram á að öryggisreglur í dómshúsum verði hertar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×