Erlent

Fundu stjörnu sem er heill demantur

Stjarnfræðingar hafa fundið stjörnu sem er heill demantur. Stjarna þessi glitrar á himinhvolfinu í 50 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Demantsstjarna þessi er 10 milljarðar trilljarða trilljarða karata að stærð en til samanburðar má nefna að stærsti demantur sem fundist hefur á jörðinni er 546 karöt.

Um er að ræða svokallaðann hvítan dverg sem er kjarni sólar sem hefur brunnið upp. Hvíti dvergurinn er búinn til úr hreinu karboni sem hefur kristallast yfir í demant í aldanna rás. Stjarnfræðingar hafa ákveðið að gefa þessari stjörnu nafnið Lucy í höfuðið á þekktu lagi Bítlanna, Lucy in the Sky with Diamonds.

Samkvæmt frétt um málið á BBC mun demantastjarnan ekki aðeins glitra á himinhvolfinu heldur sendir hún einnig frá sér hávær reglurleg hljóðmerki svipað því að slegið sé á bjöllu. Með því að rannsaka þessi hljóðmerki fundu stjarnfræðingar út að Lucy er búin til úr hreinu kristölluðu karboni.

Það fylgir sögunni að þegar okkar eigin sól brennur út eftir fimm milljarða ára muni hún einnig breytast í hvítann dverg og þar með risavaxinn glitrandi demant í miðju sólkerfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×