Erlent

Naoto Kan næsti forsætisráðherra Japan

Japanski Lýðræðisflokkurinn hefur valið Naoto Kan sem næsta forsætisráðherra Japans en sá fyrri, Yukio Hatoyama sagði óvænt af sér í vikunni eftir deilur um framtíð bandarísku herstöðvarinnar á eyjunni Okinawa.

Naoto Kan hefur gengt stöðu fjármálaráðherra landsins frá því í janúar síðastliðnum auk þess að vera aðstoðarforsætisráðherra. Kan, sem er 63 ára gamall, hefur barist fyrir því að skattar verði hækkaðir í Japan og dregið úr útgjöldum til að ná niður skuldum landsins sem eru þær mestu meðal þróaðra þjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×