Hvers vegna var Icesave tekið úr sáttaferlinu? Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 27. janúar 2010 06:00 Ein áleitnasta ráðgátan í Icesave-málinu, sem nú hefur plagað þjóðin vel á annað ár, er hvers vegna fjármálaráðherra kaus að taka málið úr sáttaferlinu sem því hafði loks verið komið í með Brussel-viðmiðunum svokölluðu, sem kváðu meðal annars á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn málsins, og ákvað þess í stað að hefja tvíhliða viðræður við Breta og Hollendinga. Brussel-viðmiðin frá 14. nóvember 2008 voru niðurstaða fjölþjóðlegs sáttaferils sem íslensk stjórnvöld náðu loksins fram eftir fátið sem varð í kjölfar falls bankanna. Áður hafði fjármálaráðherra Íslands meira að segja samþykkt bindandi gerðardóm sem viðsemjandinn hafði nánast í hendi sér og innlend stjórnvöld höfðu í trekk samþykkt undarlegustu skilmála í deilunni. En með Brussel-viðmiðunum, sem samþykkt voru í kjölfar fundar fjármálaráðherra allra ESB-ríkja, undir forsæti Frakka, tókst loks að koma málinu undan krumlu Breta og Hollendinga og inn á hinn sameiginlega vettvang í Brussel – þar sem það átti alltaf heima enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðmiðunum undirgengust íslensk stjórnvöld það eitt að EES-réttur gildi auðvitað hér á landi sem annars staðar á svæðinu en fyrri þvingunarsamningar féllu um leið úr gildi. Á móti fékkst sú mikilvæga viðurkenning að í komandi samningum ætti að taka tillit til sérstakra og fordæmislausra aðstæðna á Íslandi eftir hrun og um leið var pólitísk aðkoma Evrópusambandsins til að miðla málum tryggð. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, gegndi hér lykilhlutverki og utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, tók að sögn undir sjónarmið Íslands á bak við tjöldin. Þann 5. desember samþykkti Alþingi svo tillögu um að hefja samninga á grundvelli Brussel-viðmiðana. Það var hins vegar aldrei gert. Einhverra undarlegra og enn þá óútskýrðra hluta vegna kaus nýr fjármálaráðherra nefnilega að taka málið úr sáttaferlinu. Í stað þess að gera marghliða þjóðréttarsamning í samstarfi við ESB fól hann pólitískum trúnaðarmönnum sínum að ganga frá einkaréttarlegum lánasamningi við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga. Getur verið að það hafi verið gert án samráðs við stofnanir ESB eða aðra forsvarsmenn þess? Á þessum tíma mátti mönnum vera ljóst að tvíhliða viðræður við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands myndu í öllum tilvikum skila lakari niðurstöðu heldur en yrði með marghliða pólitískri lausn á Evrópuvettvangi – en hlutverk allra fjármálaráðuneyta er að hámarka afkomu eigin ríkissjóðs. Að auki var svo auðvitað ólöglegt að hunsa þingsályktunartillöguna með þeim hætti sem gert var. Því stendur upp á fjármálaráðherra að svara spurningunni: Hvers vegna kaus hann að taka málið úr sáttaferlinu? Nú geta menn svo sannarlega haft ólíkar skoðanir á réttmæti synjunar forsetans en með henni höfum við nú fengið annað tækifæri til að leita sátta á breiðum grundvelli. Mikilvægt er að grípa þetta örþrönga færi og koma málinu á nýjan leik inn á Evrópuvettvanginn og þannig undan hrömmum fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands. Svo virðist þó að enn sé deilt um það innan ríkisstjórnarinnar, að einhverjir vilji jafnvel frekar fá Norðmenn til að miðla málum heldur en leiðtoga Evrópusambandsins. Ef rétt er lýsir það annað hvort pólitískri blindu eða vanþekkingu á eðli alþjóðamála. Fyrir utan að eiga mun meira undir Bretum en Íslendingum hafa Norðmenn engin áhrif á Evrópuvettvangi og gagnast því lítið í málafylgju fyrir Ísland í þessu máli. Eina leiðin til að ná betri útkomu er að fá leiðtoga ESB að málinu. Því miður eru teikn um að pólitísk afstaða til ESB-aðildar blandist með óheppilegum hætti inn í afstöðu sumra íslenskra stjórnmálamanna til málsins. Því er rétt að taka fram að í aðkomu ESB að Icesave-málinu er ekki að finna neina röksemd fyrir Evrópusambandsaðild Íslands – það er allt annað og seinni tíma mál. Ég hef áður lýst efasemdum um hyggindi þess að klofin ríkisstjórn semji um ESB-aðild. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki mikinn hvata til að gefa eftir í aðildarviðræðum við ríki sem hún hefur ekki trú á að hafi nægjanlega tryggt pólitískt bakland til að koma málinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ein áleitnasta ráðgátan í Icesave-málinu, sem nú hefur plagað þjóðin vel á annað ár, er hvers vegna fjármálaráðherra kaus að taka málið úr sáttaferlinu sem því hafði loks verið komið í með Brussel-viðmiðunum svokölluðu, sem kváðu meðal annars á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn málsins, og ákvað þess í stað að hefja tvíhliða viðræður við Breta og Hollendinga. Brussel-viðmiðin frá 14. nóvember 2008 voru niðurstaða fjölþjóðlegs sáttaferils sem íslensk stjórnvöld náðu loksins fram eftir fátið sem varð í kjölfar falls bankanna. Áður hafði fjármálaráðherra Íslands meira að segja samþykkt bindandi gerðardóm sem viðsemjandinn hafði nánast í hendi sér og innlend stjórnvöld höfðu í trekk samþykkt undarlegustu skilmála í deilunni. En með Brussel-viðmiðunum, sem samþykkt voru í kjölfar fundar fjármálaráðherra allra ESB-ríkja, undir forsæti Frakka, tókst loks að koma málinu undan krumlu Breta og Hollendinga og inn á hinn sameiginlega vettvang í Brussel – þar sem það átti alltaf heima enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðmiðunum undirgengust íslensk stjórnvöld það eitt að EES-réttur gildi auðvitað hér á landi sem annars staðar á svæðinu en fyrri þvingunarsamningar féllu um leið úr gildi. Á móti fékkst sú mikilvæga viðurkenning að í komandi samningum ætti að taka tillit til sérstakra og fordæmislausra aðstæðna á Íslandi eftir hrun og um leið var pólitísk aðkoma Evrópusambandsins til að miðla málum tryggð. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, gegndi hér lykilhlutverki og utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, tók að sögn undir sjónarmið Íslands á bak við tjöldin. Þann 5. desember samþykkti Alþingi svo tillögu um að hefja samninga á grundvelli Brussel-viðmiðana. Það var hins vegar aldrei gert. Einhverra undarlegra og enn þá óútskýrðra hluta vegna kaus nýr fjármálaráðherra nefnilega að taka málið úr sáttaferlinu. Í stað þess að gera marghliða þjóðréttarsamning í samstarfi við ESB fól hann pólitískum trúnaðarmönnum sínum að ganga frá einkaréttarlegum lánasamningi við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga. Getur verið að það hafi verið gert án samráðs við stofnanir ESB eða aðra forsvarsmenn þess? Á þessum tíma mátti mönnum vera ljóst að tvíhliða viðræður við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands myndu í öllum tilvikum skila lakari niðurstöðu heldur en yrði með marghliða pólitískri lausn á Evrópuvettvangi – en hlutverk allra fjármálaráðuneyta er að hámarka afkomu eigin ríkissjóðs. Að auki var svo auðvitað ólöglegt að hunsa þingsályktunartillöguna með þeim hætti sem gert var. Því stendur upp á fjármálaráðherra að svara spurningunni: Hvers vegna kaus hann að taka málið úr sáttaferlinu? Nú geta menn svo sannarlega haft ólíkar skoðanir á réttmæti synjunar forsetans en með henni höfum við nú fengið annað tækifæri til að leita sátta á breiðum grundvelli. Mikilvægt er að grípa þetta örþrönga færi og koma málinu á nýjan leik inn á Evrópuvettvanginn og þannig undan hrömmum fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands. Svo virðist þó að enn sé deilt um það innan ríkisstjórnarinnar, að einhverjir vilji jafnvel frekar fá Norðmenn til að miðla málum heldur en leiðtoga Evrópusambandsins. Ef rétt er lýsir það annað hvort pólitískri blindu eða vanþekkingu á eðli alþjóðamála. Fyrir utan að eiga mun meira undir Bretum en Íslendingum hafa Norðmenn engin áhrif á Evrópuvettvangi og gagnast því lítið í málafylgju fyrir Ísland í þessu máli. Eina leiðin til að ná betri útkomu er að fá leiðtoga ESB að málinu. Því miður eru teikn um að pólitísk afstaða til ESB-aðildar blandist með óheppilegum hætti inn í afstöðu sumra íslenskra stjórnmálamanna til málsins. Því er rétt að taka fram að í aðkomu ESB að Icesave-málinu er ekki að finna neina röksemd fyrir Evrópusambandsaðild Íslands – það er allt annað og seinni tíma mál. Ég hef áður lýst efasemdum um hyggindi þess að klofin ríkisstjórn semji um ESB-aðild. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki mikinn hvata til að gefa eftir í aðildarviðræðum við ríki sem hún hefur ekki trú á að hafi nægjanlega tryggt pólitískt bakland til að koma málinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar