Erlent

Samtök íslamista bönnuð í Bretlandi

Hinn öfgasinnaði múslimaklerkur Omar Bakri Muhammad stofnaði al-Muhajiroun samtökin sem nú á að banna.
Hinn öfgasinnaði múslimaklerkur Omar Bakri Muhammad stofnaði al-Muhajiroun samtökin sem nú á að banna. MYND/AFP

Samtök íslamista í Bretlandi verða bönnuð með lögum þegar ný lagasetning þar í landi tekur gildi. Á meðal samtaka sem verða bönnuð eru Islam4UK og al-Muhajiron en með lögunum verður bannað að upphefja hryðjuverk með einum eða öðrum hætti.

Lögin taka gildi á fimmtudaginn kemur að sögn innanríkisráðherra Bretlands, Alans Johnson og geta meðlimir fyrrgreindra samtaka búist við allt að tíu ára löngum fangelsisdómum fyrir aðild sína. Johnson segir að lögin séu hörð en nauðsynleg til þess að takast á við hryðjuverkaógnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×