Icesave er uppgjör almennings við fjármagnseigendur 7. janúar 2010 06:15 Umræðunni um Icesave hefur því miður verið snúið upp í spurningu um líf og dauða vinstriríkisstjórnar en ekki kjarna málsins sem er uppgjör skattgreiðenda við fjármagnseigendur. Fjölmiðlar hafa ýtt undir þennan misskilning á eðli málsins með einhliða dómdagsmálflutningi um nauðsyn þess að skattgreiðendur taki á sig skuldbindingar sem stofnað var til og skilgreindur af fjármagnseigendum. Skattgreiðendur hafa hins vegar neitað að láta afvegaleiða sig í baráttu sinni fyrir sanngjörnum samningi um Icesave skuldbindingarnar. Samningi, sem tekur mið af raunverulegri skuldastöðu þjóðarbúsins og greiðslugetu en byggist ekki á vanmati á skuldum og óraunhæfum væntingum um virkjanaframkvæmdir. Eignaupptaka í þágu fjármagnseigendaÁætlanir AGS um möguleika okkar til að greiða skuldir byggja á góðri stöðu lífeyrissjóðanna og 360 þúsund tonna álversframkvæmdum. M.ö.o. AGS ætlast til þess að eignir lífeyrissjóðanna verði seldar og greiddar út til að forða ríkinu frá greiðsluþroti ef með þarf. Til þess að knýja 360 þúsund tonna álver, þarf 620 MW. Orkuveitan og HS ættu að geta ábyrgst 400 MW til slíks álvers, þ.e. ef lán fást til frekari framkvæmda. Það sem upp á vantar þyrfti því að koma frá Landsvirkjun sem lýst hefur því yfir að sú orka sem virkjuð verður í neðri hluta Þjórsár fari ekki til nýrra stóriðjuvera. Mikil andstaða er meðal landeigenda við þessar framkvæmdir og lánshæfismat Landsvirkjunar er í ruslflokki, þannig að afar ólíklegt er að farið verði í að byggja þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár nema með ærnum tilkostnaði skattgreiðenda sem mun birtast í háu orkuverði. Tilkostnaði sem bæta þarf ofaná kostnað ríkissjóðs við að tryggja að fullu innistæður hvers og eins fjármagnseiganda umfram rúmar 3 milljónir(20.899 á genginu 155 Iskr.). Uppreisn skattgreiðendaAndstaða skattgreiðenda við eignaupptöku fjármagnseigenda hefur lengi legið fyrir. Skoðanakannanir Capacent Gallup hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Alþingi veiti ríkisábyrgð á Icesave samninginn sem gerður var í byrjun júní á síðasta ári. Í byrjun ágúst voru t.d. 77,6% frekar eða mjög andvíg því. Afstaða þjóðarinnar til ríkisábyrgðar breytist lítið eftir að Hollendingar og Bretar breyttu samningnum til að koma til móts við fyrirvara Alþingis. Um miðjan desember sl. vildu 70% þátttakenda í þjóðarkosningu að Alþingi hafnaði ríkisábyrgðinni. Samþykkt Alþingis á ríkisábyrgðinni í lok árs 2009 hlaut því að mynda gjá á milli þings og þjóðar sem erfitt yrði að brúa án sáttagjörðar. Mikil þátttaka almennings í undirskriftarsöfnun Indefence hópsins knúði forsetann til að vísa frumvarpinu um ríkisábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ef þjóðin hafnar frumvarpinu taka gildi lög um ríkisábyrgð sem samþykkt voru í lok ágúst með fyrirvörum Alþingis. Fyrirvarar Alþingis voru afar mikilvægt fordæmi fyrir skuldsettar þjóðar um að hægt væri að rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Skilaboð Alþingis með fyrirvörunum voru að Íslendingar viðurkenni skuldbindingar sínar en borgi aðeins þær skuldir sem þjóðin ræður við að greiða án þess að fórna velferð komandi kynslóða. Það er ljóst að Icesave snýst ekki um líf vinstristjórnar heldur hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðunni um Icesave hefur því miður verið snúið upp í spurningu um líf og dauða vinstriríkisstjórnar en ekki kjarna málsins sem er uppgjör skattgreiðenda við fjármagnseigendur. Fjölmiðlar hafa ýtt undir þennan misskilning á eðli málsins með einhliða dómdagsmálflutningi um nauðsyn þess að skattgreiðendur taki á sig skuldbindingar sem stofnað var til og skilgreindur af fjármagnseigendum. Skattgreiðendur hafa hins vegar neitað að láta afvegaleiða sig í baráttu sinni fyrir sanngjörnum samningi um Icesave skuldbindingarnar. Samningi, sem tekur mið af raunverulegri skuldastöðu þjóðarbúsins og greiðslugetu en byggist ekki á vanmati á skuldum og óraunhæfum væntingum um virkjanaframkvæmdir. Eignaupptaka í þágu fjármagnseigendaÁætlanir AGS um möguleika okkar til að greiða skuldir byggja á góðri stöðu lífeyrissjóðanna og 360 þúsund tonna álversframkvæmdum. M.ö.o. AGS ætlast til þess að eignir lífeyrissjóðanna verði seldar og greiddar út til að forða ríkinu frá greiðsluþroti ef með þarf. Til þess að knýja 360 þúsund tonna álver, þarf 620 MW. Orkuveitan og HS ættu að geta ábyrgst 400 MW til slíks álvers, þ.e. ef lán fást til frekari framkvæmda. Það sem upp á vantar þyrfti því að koma frá Landsvirkjun sem lýst hefur því yfir að sú orka sem virkjuð verður í neðri hluta Þjórsár fari ekki til nýrra stóriðjuvera. Mikil andstaða er meðal landeigenda við þessar framkvæmdir og lánshæfismat Landsvirkjunar er í ruslflokki, þannig að afar ólíklegt er að farið verði í að byggja þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár nema með ærnum tilkostnaði skattgreiðenda sem mun birtast í háu orkuverði. Tilkostnaði sem bæta þarf ofaná kostnað ríkissjóðs við að tryggja að fullu innistæður hvers og eins fjármagnseiganda umfram rúmar 3 milljónir(20.899 á genginu 155 Iskr.). Uppreisn skattgreiðendaAndstaða skattgreiðenda við eignaupptöku fjármagnseigenda hefur lengi legið fyrir. Skoðanakannanir Capacent Gallup hafa sýnt að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn því að Alþingi veiti ríkisábyrgð á Icesave samninginn sem gerður var í byrjun júní á síðasta ári. Í byrjun ágúst voru t.d. 77,6% frekar eða mjög andvíg því. Afstaða þjóðarinnar til ríkisábyrgðar breytist lítið eftir að Hollendingar og Bretar breyttu samningnum til að koma til móts við fyrirvara Alþingis. Um miðjan desember sl. vildu 70% þátttakenda í þjóðarkosningu að Alþingi hafnaði ríkisábyrgðinni. Samþykkt Alþingis á ríkisábyrgðinni í lok árs 2009 hlaut því að mynda gjá á milli þings og þjóðar sem erfitt yrði að brúa án sáttagjörðar. Mikil þátttaka almennings í undirskriftarsöfnun Indefence hópsins knúði forsetann til að vísa frumvarpinu um ríkisábyrgð í þjóðaratkvæðagreiðslu.Ef þjóðin hafnar frumvarpinu taka gildi lög um ríkisábyrgð sem samþykkt voru í lok ágúst með fyrirvörum Alþingis. Fyrirvarar Alþingis voru afar mikilvægt fordæmi fyrir skuldsettar þjóðar um að hægt væri að rísa upp og segja hingað og ekki lengra. Skilaboð Alþingis með fyrirvörunum voru að Íslendingar viðurkenni skuldbindingar sínar en borgi aðeins þær skuldir sem þjóðin ræður við að greiða án þess að fórna velferð komandi kynslóða. Það er ljóst að Icesave snýst ekki um líf vinstristjórnar heldur hagsmuni íslenskra skattgreiðenda.Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar