Erlent

Franskir þingmenn ræða búrkubann

Franska þingið ræðir í dag hvort banna eigi svokallaðar búrkur eða slæður sem hylja allan líkama múslimskra kvenna. Nái frumvarpið um bann fram að ganga verður konum bannað að klæðast slíkum flíkum á opinberum stöðum um allt Frakkland og gerir lögreglu kleift að sekta konur um 22 þúsund krónur.

Enn hærri sektir eru hugsaðar fyrir karlmenn sem sannarlega hafa þvingað móður sína eða systur til þess að klæðast búrkunni. Nicolas Sarkozy forseti styður bannið en svipuð löggjöf hefur þegar verið samþykkt í Belgíu og á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×