Ný listahátíð fyrir unga fólkið 6. apríl 2010 03:00 atorkusöm Hildur Maral Hamíðsdóttir skipuleggur Jónsvöku, nýja listahátíð sem fram fer í lok júní. Fréttablaðið/valli Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður. Hildur Maral Hamíðsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, segir að sér hafi þótt vanta vettvang þar sem ungt listafólk gæti sýnt verk sín og þar hafi hugmyndin að Jónsvöku kviknað. „Það er mikill fjöldi listahátíða sem einblína á eitt fag, líkt og kvikmyndahátíðir, myndlistarhátíðir og tónlistahátíðir, en mér fannst vanta listahátíð sem sameinar öll þessi listform undir einum hatti," útskýrir Hildur. Hún segist hafa gott fólk með sér þegar kemur að skipulagningu hátíðarinnar og nefnir í því samhengi Faxaflóa, sem sá meðal annars um skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Rétta, Patron og Framkvæmdafélag listamanna. Hátíðin er styrkt af Evrópu unga fólksins og því sé miðað við að umsækjendur séu ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref innan listaheimsins. Hildur segir að ýmis gallerí í miðborginni verði viðloðin Jónsvöku, en einnig verði gjörningar á götum úti auk tónleikahalds. „Þetta fer mjög mikið eftir því hverjir sækja um og hvar þeir vilja sýna verk sín. En planið er að hátíðin verði bæði lifandi og sýnileg borgarbúum." Hún segir nokkurn fjölda hafa sótt um þátttöku nú þegar en grunar að enn eigi eftir að bætast í þann hóp, en umsóknarfrestur stendur til 4. apríl næstkomandi. „Mig grunar að það verði sprengja daginn sem lokað verður fyrir umsóknir, það vill oft verða þannig." Hægt er að sækja um þátttöku á vefnum www.jonsvaka.is. - sm Tengdar fréttir Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Sjá meira
Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður. Hildur Maral Hamíðsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, segir að sér hafi þótt vanta vettvang þar sem ungt listafólk gæti sýnt verk sín og þar hafi hugmyndin að Jónsvöku kviknað. „Það er mikill fjöldi listahátíða sem einblína á eitt fag, líkt og kvikmyndahátíðir, myndlistarhátíðir og tónlistahátíðir, en mér fannst vanta listahátíð sem sameinar öll þessi listform undir einum hatti," útskýrir Hildur. Hún segist hafa gott fólk með sér þegar kemur að skipulagningu hátíðarinnar og nefnir í því samhengi Faxaflóa, sem sá meðal annars um skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Rétta, Patron og Framkvæmdafélag listamanna. Hátíðin er styrkt af Evrópu unga fólksins og því sé miðað við að umsækjendur séu ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref innan listaheimsins. Hildur segir að ýmis gallerí í miðborginni verði viðloðin Jónsvöku, en einnig verði gjörningar á götum úti auk tónleikahalds. „Þetta fer mjög mikið eftir því hverjir sækja um og hvar þeir vilja sýna verk sín. En planið er að hátíðin verði bæði lifandi og sýnileg borgarbúum." Hún segir nokkurn fjölda hafa sótt um þátttöku nú þegar en grunar að enn eigi eftir að bætast í þann hóp, en umsóknarfrestur stendur til 4. apríl næstkomandi. „Mig grunar að það verði sprengja daginn sem lokað verður fyrir umsóknir, það vill oft verða þannig." Hægt er að sækja um þátttöku á vefnum www.jonsvaka.is. - sm
Tengdar fréttir Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og myndi aldrei láta barn fá debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Sjá meira
Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið