Ný listahátíð fyrir unga fólkið 6. apríl 2010 03:00 atorkusöm Hildur Maral Hamíðsdóttir skipuleggur Jónsvöku, nýja listahátíð sem fram fer í lok júní. Fréttablaðið/valli Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður. Hildur Maral Hamíðsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, segir að sér hafi þótt vanta vettvang þar sem ungt listafólk gæti sýnt verk sín og þar hafi hugmyndin að Jónsvöku kviknað. „Það er mikill fjöldi listahátíða sem einblína á eitt fag, líkt og kvikmyndahátíðir, myndlistarhátíðir og tónlistahátíðir, en mér fannst vanta listahátíð sem sameinar öll þessi listform undir einum hatti," útskýrir Hildur. Hún segist hafa gott fólk með sér þegar kemur að skipulagningu hátíðarinnar og nefnir í því samhengi Faxaflóa, sem sá meðal annars um skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Rétta, Patron og Framkvæmdafélag listamanna. Hátíðin er styrkt af Evrópu unga fólksins og því sé miðað við að umsækjendur séu ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref innan listaheimsins. Hildur segir að ýmis gallerí í miðborginni verði viðloðin Jónsvöku, en einnig verði gjörningar á götum úti auk tónleikahalds. „Þetta fer mjög mikið eftir því hverjir sækja um og hvar þeir vilja sýna verk sín. En planið er að hátíðin verði bæði lifandi og sýnileg borgarbúum." Hún segir nokkurn fjölda hafa sótt um þátttöku nú þegar en grunar að enn eigi eftir að bætast í þann hóp, en umsóknarfrestur stendur til 4. apríl næstkomandi. „Mig grunar að það verði sprengja daginn sem lokað verður fyrir umsóknir, það vill oft verða þannig." Hægt er að sækja um þátttöku á vefnum www.jonsvaka.is. - sm Tengdar fréttir Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Jónsvaka er ný listahátíð sem verður haldin í fyrsta sinn dagana 24.-27. júní og er markmið hennar að efla þátttöku ungra listamanna í listalífinu. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt en dagurinn fyrir Jónsmessu og sjálf Jónsmessunóttin voru nefnd Jónsvaka hér árum áður. Hildur Maral Hamíðsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, segir að sér hafi þótt vanta vettvang þar sem ungt listafólk gæti sýnt verk sín og þar hafi hugmyndin að Jónsvöku kviknað. „Það er mikill fjöldi listahátíða sem einblína á eitt fag, líkt og kvikmyndahátíðir, myndlistarhátíðir og tónlistahátíðir, en mér fannst vanta listahátíð sem sameinar öll þessi listform undir einum hatti," útskýrir Hildur. Hún segist hafa gott fólk með sér þegar kemur að skipulagningu hátíðarinnar og nefnir í því samhengi Faxaflóa, sem sá meðal annars um skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Rétta, Patron og Framkvæmdafélag listamanna. Hátíðin er styrkt af Evrópu unga fólksins og því sé miðað við að umsækjendur séu ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref innan listaheimsins. Hildur segir að ýmis gallerí í miðborginni verði viðloðin Jónsvöku, en einnig verði gjörningar á götum úti auk tónleikahalds. „Þetta fer mjög mikið eftir því hverjir sækja um og hvar þeir vilja sýna verk sín. En planið er að hátíðin verði bæði lifandi og sýnileg borgarbúum." Hún segir nokkurn fjölda hafa sótt um þátttöku nú þegar en grunar að enn eigi eftir að bætast í þann hóp, en umsóknarfrestur stendur til 4. apríl næstkomandi. „Mig grunar að það verði sprengja daginn sem lokað verður fyrir umsóknir, það vill oft verða þannig." Hægt er að sækja um þátttöku á vefnum www.jonsvaka.is. - sm
Tengdar fréttir Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Janet Jackson snýr aftur Söngkonan Janet Jackson snýr aftur á svið í sumar, en hún hefur ekki komið fram síðan bróðir hennar, poppkóngurinn Michael Jackson, lést. Jackson kemur fram á Essence-tónlistarhátíðinni í júlí og stígur síðust á svið á fyrsta kvöldi hátíðarinnar. Hún kom síðast fram fyrir tveimur árum og hefur látið lítið fyrir sér fara síðan bróðir hennar lét lífið. Á meðal annarra söngkvenna sem koma fram á hátíðinni eru Mary J. Blige og Alicia Keys, Estelle, LL Cool J, Monica og Idolstjarnan Ruben Studdard. 3. apríl 2010 07:00