Lífið

Jógvan syngur í kirkju

Jógvan Hansen syngur í Langholtskirkju 2. október ásamt kórnum 17 Sangarar.
Jógvan Hansen syngur í Langholtskirkju 2. október ásamt kórnum 17 Sangarar.
Jógvan Hansen syngur í Langholtskirkju 2. október ásamt kórnum 17 Sangarar frá Klaksvík í Færeyjum. Flutt verða færeysk lög ásamt íslenskri söngvasyrpu með lögum Sigfúsar Halldórssonar.

Færeyingurinn Pætur við Keldu, sem tók þátt í dönsku Eurovision-undankeppninni árið 2002 með laginu „Som en drøm“, stígur á svið með Jógvani auk þess sem hann leikur undir á píanó með kórnum. 17 Sangarar er einn stærsti kór Færeyja. Hann var stofnaður 1997 og hefur síðan þá haldið marga tónleika í Færeyjum, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, auk Skotlands og Sviss. Kórinn kom hingað til lands í byrjun þessarar aldar og hélt vel heppnaða tónleika.

Kórnum hefur einnig verið boðið á 100 ára afmælishátíð stórrar hótelkeðju í Sviss árið 2013. Aðgöngumiði á tónleikana í Langholtskirkju er 2.000 kr. og fæst hann við innganginn og á Midi.is. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.