Viðskipti innlent

Heildarskuldir ríkisins 78 prósent af landsframleiðslu

Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2009 svöruðu til 78 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér.

Þar segir að skuldir ríkissjóðs í árslok 2009 hafi verið 1.176 þúsund milljarðar króna. Fyrir hrun var skuldastaða ríkisins 310 milljarðar.

Þá segir í tilkynningunni að samkvæmt langtímaáætlum í ríkisfjármálum, sem lögð var fyrir Alþingi síðasta haust, er gert ráð fyrir að

heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi 2012 og að afkoman verði jákvæð 2013. Samkvæmt áætluninni munu skuldir fara lækkandi frá og með næsta ári.

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×