Erlent

Öngþveiti í Toronto

Lögreglumenn reyndu að stjórna umferðinni eftir að öll umferðarljós borgarinnar duttu út.
Lögreglumenn reyndu að stjórna umferðinni eftir að öll umferðarljós borgarinnar duttu út. MYND/AP

Bruni í spennuvirki í kanadísku borginni Toronto olli í gærkvöldi rafmagnsleysi í stórum hluta borgarinnar. Um 250 þúsund manns voru án rafmagns og urðu gríðarlegar tafir í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar og á götum hennar þar sem rafmagnið fór af á háannatíma þegar fólk var á leið heim frá vinnu.

Þá lenti Elísabet Englandsdrottning í rafmagnsleysinu því fresta þurfti hátíðarkvöldverði sem hún var boðin í hjá kanadíska forsætisráðherranum um nokkra stund. Til að bæta gráu ofaná svart fyrir íbúa borgarinnar er hitabylgja í gangi og var hitinn í borginni um 34 gráður í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×