Erlent

Vilja taka evru af Grikkjum

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur ekki stuðning í Þýskalandi, stærsta aðildarríki ESB, til að koma landinu í gegnum efnahagskreppu.Fréttablaðið/AP
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur ekki stuðning í Þýskalandi, stærsta aðildarríki ESB, til að koma landinu í gegnum efnahagskreppu.Fréttablaðið/AP

Rétt rúmur helmingur Þjóðverja er fylgjandi því að Evrópusambandið, ESB, sparki Grikklandi úr myntbandalaginu og taki af þeim evruna.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem þýska dagblaðið Bild am Sonntag, birti í gær. Þá eru tveir af hverjum þremur þeirra sem þátt tóku í könnuninni mótfallnir því að ESB ausi úr sjóðum sínum til að koma fjárhag Grikkja á réttan kjöl.

Grísk stjórnvöld glíma við gríðarlegan hallarekstur og þykir nokkur hætta á að landi geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×