Erlent

Lesbía fangelsuð fyrir nauðgun

Óli Tynes skrifar

Tuttugu og sex ára gömul sænsk lesbía hefur verið dæmd í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að nauðga og misþyrma sambýliskonu sinni.

Hún var aukinheldur dæmd til þess að greiða henni tæpar tvær milljónir íslenskra króna í miskabætur.

Hinni dæmdu konu er lýst sem afbrýðisamri og drottnunargjarnri.

Þegar hún fékk grun um að sambýliskonan hefði verið henni ótrú með karlmanni neyddi hún hana til þess að afklæðast og leggjast upp í rúm svo hún gæti rannsakað hvort grunurinn hefði við rök að styðjast.

Nauðgunin og misþyrmingarnar voru í framhaldi af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×