Erlent

Sprengjur missa marks

Mynd/AFP
Mynd/AFP

Nató hefur staðfest að tvær sprengjuflaugar, sem skjóta átti á hernaðarleg skotmörk í Helmand í suðurhluta Afganistans á laugardag, hafi misst marks.

Flaugarnar grönduðu tólf óbreyttum borgurum þegar þær lentu á húsi í bænum Marjah og er talið að tíu þeirra sem fórust hafi verið úr sömu fjölskyldunni. Markmið árásarinnar var að hrekja talibana af svæðinu. Í yfirlýsingu segjast fulltrúar Nató harma mistökin. Forseti Afganistan, Hamid Karzai hefur farið fram á rannsókn vegna málsins.- rat






Fleiri fréttir

Sjá meira


×