Erlent

Hariri minnst

Þúsundir manna söfnuðust saman í miðbæ Beirút í gær til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því Rafik Hariri, þáverandi forsætisráðherra landsins var myrtur.

Líbanski herinn sá um öryggisgæslu en á samkomunni komu fram margir af helstu stjórnmálamönnunum í Líbanon. Morðið á Hariri var áfall fyrir líbönsku þjóðina á sínum tíma. Líbanar kenndu Sýrlendingum um og eftir að vísbendingar komu fram sem tengdu stjórnvöld í Sýrlandi við morðið, drógu Sýrlendingar herlið sitt út úr Líbanon. Samskipti landanna hafa batnað eftir það.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×