Erlent

Yfir hálft tonn af kókaíni

Óli Tynes skrifar
Frá höfninni í Odessa.
Frá höfninni í Odessa.

Tollayfirvöld í Úkraínu hafa lagt hald á 580 kíló af kókaíni sem var reynt að smygla inn í landið um hafnarborgina Odessa við Svartahaf.

Verðmætið í íslenskum krónum er um sjö og hálfur milljarður. Reynt var að smygla eiturlyfjunum í skipsfarmi af brotajárni.

Tollayfirvöldum fannst farmurinn grunsamlegur þar sem Úkraína er mikið málmframleiðsluríki.

Þetta er mesta magn af kókaíni sem náðst hefur í einu lagi í Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×