Erlent

10 mánaða stúlkubarn stakk sig á sprautu á Starbucks

Mæðgurnar fyrir utan Starbucks í Bretlandi.
Mæðgurnar fyrir utan Starbucks í Bretlandi.

Hin tíu mánaða gamla Keeley Shippley stakk sig á sprautunál á Starbucks í Birmingham í Bretlandi árið 2006.

Að auki rispaði amma hennar sig einnig á hendi með sprautunálinni þegar hún reyndi að kippa henni af barninu þegar hún varð þess vör að Keeley var með sprautuna.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þar sem móðir Keeley, Kelly auk ömmunnar, Lindu, hafa farið í einkamál við þessa heimsfrægu kaffihúsakeðju.

Atvikið átti sér stað árið 2006 þegar þær fóru á Starbucks til þess að fá sér kaffi og með því. Svo virðist sem einhver hafi skilið sprautunálina eftir í stól en Keelye litla náði í nálina og gerði það sem flest börn hefðu gert - stungið henni upp í munninn á sér.

Þegar amma stúlkunnar sá hana með sprautuna tók hún hafa af henni en svo óheppilega vildi til að hún rispaði sig sjálfa með sprautunni.

Eftir á tók við sex mánaða bið til þess að kanna hvort þær hefðu hugsanlega getað smitast af lifrabólgu c eða það væri verra - HIV veirunni.

Í ljós kom að þær voru ósýktar.

Þær fara hinsvegar í mál nú vegna þess að þeim þótti Starbucks ekki bregðast nógu vel við atvikinu. Meðal annars segir móðirin að þeim hafi ekki verið boðið leigubíll á spítala en þær komu á kaffihúsið með strætó. Þá vill hún einnig meina að engin hafi beðið þær afsökunar á atvikinu.

Þessu neitar þó framkvæmdarstjóri keðjunnar sem segir starfsmenn hafi boðist til þess að hringja á sjúkrabíl. Þá hafi yfirmaður útibúsins hringt í þær sama kvöld og rætt við þær um málið og fullvissað sig um að þær væru óhultur. Þá hafi útibústjórinn einnig beðið þær um að vera samstarfsfúsar við lögregluna sem rannsakaði atvikið.

Hitt er þó ljóst að það er eftir háum fjárhæðum að slægjast sigri þær einkamálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×