Erlent

Vill rjúfa einangrun Gaza strandarinnar

Óli Tynes skrifar
Eyðilegging er mikil á Gaza ströndina eftir innrás ísraelshers.
Eyðilegging er mikil á Gaza ströndina eftir innrás ísraelshers.

Bandarískur þingmaður hefur hvatt Barack Obama til þess að rjúfa umsátur Ísraela um Gaza ströndina með því meðal annars að senda þangað skip með vistir og aðrar nauðsynjar.

Brian Baird sem er þingmaður Demokrata hvatti einnig forsetann til þess að senda fulltrúa sinn til Gaza til viðræðna. Bandaríkin hafa ekkert formlegt samband við Hamas samtökin sem ráða lögum og lofum á ströndinni.

Ísraelar leyfa flutning á lyfjum og matvælum inn á Gaza en neita að leyfa annað eins og til dæmis sement á þeim forsendum að Hamaz samtökin gætu notað það í víghreiður.

Sár skortur er hinsvegar á byggingaefni ströndinni enda mörg hverfi þar nánast í rúst eftir innrás ísraelshers á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×