Erlent

Stökkva úr 25 þúsund fetum

Breski herinn undirbýr nú að senda hunda niður úr flugvélum í fallhlíf á hættulegustu hersvæði heims.

Þýskir fjárhundar hafa verið þjálfaðir í að stökkva úr flugvélum í allt að tuttugu og fimm þúsund feta hæð. Hundarnir verða festir við hermann og fá súrefnisgrímu yfir trýnið. Þeir verða svo sendir til landa eins og Afganistan. Ekki hefur verið gefið upp hvaða hlutverki hundarnir eiga að sinna en líklegt þykir að þeir eigi að þefa uppi sprengiefni og að þeir muni nýtast við leit í þrengslum. -rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×