Erlent

Tiger bað um frið fyrir fjölskylduna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kylfingurinn Tiger Woods bað fjölmiðla, á óformlegum blaðamannafundi í dag, um að láta eiginkonu sína og börn í friði þrátt fyrir þá fjölmiðlaumræðu sem hann hafi kallað yfir sig með hegðun sinni. Öll augu hafa beinst að Tiger Woods undanfarnar vikur, eða eftir að upp komst að hann hafi verið eiginkonu sinni ótrúr. Hann átti vingott við fjölda kvenna um skeið.

Tiger sagði að þrátt fyrir að hann vissi að hann hefði kallað yfir sig viðbrögð fjölmiðla afsakaði það ekki að fjölmiðlar sætu fyrir barnungri dóttur hans þegar henni væri ekið í skólann.

Tiger sagðist eiga við kynlífsfíkn að stríða en hann lofaði bót og betrun. Gagnvart konu sinni dygðu innantóm loforð ekki. Það væri hegðun hans yfir lengri tíma sem skipti máli.

Opinberun Tigers var sýnd í beinni útsendingu á Vísi. Hægt er að horfa á upptökuna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×