Erlent

Yvo de Boer segir af sér

yvo de boer
yvo de boer

Yfirmaður loftslagsmála hjá Sameinuðu þjóðunum, Yvo de Boer, tilkynnti í gær um afsögn sína, frá og með 1. júlí. De Boer hefur gegnt stöðunni í fjögur ár og er fyrir mörgum andlit loftslagsviðræðna.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða leiða menn líkur að því að óánægja með útkomu ráðstefnunnar í Kaupmannahöfn hafi haft sitt að segja um ákvörðunina. Óttast menn nú að snurða geti hlaupið á þráðinn í viðræðum, en enginn augljós eftirmaður er til staðar. Tilkynningin kemur fimm mánuðum áður en fulltrúar 193 ríkja munu þinga um loftslagsmál í Cancun í Mexíkó.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×