Erlent

Askan hafði áhrif á tíunda hvern Svía

Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli breytti áætlunum 42 prósenta sænskra ferðalanga, og hafði einhver áhrif á 11 prósent allra Svía.

Visa í Svíþjóð lét framkvæma könnun um málið. Þar kom fram að truflunin hafði efnahagslegar afleiðingar fyrir rúmlega sjötíu prósent þessara Svía. 38 prósent eyddu yfir þúsund sænskum krónum í aukakostnað og 12 prósent meira en 5.000 sænskum krónum.

Mestu þurfti fólkið að eyða í mat og drykk, næstmest í breyttar ferðaáætlanir og gistingu. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×