Erlent

Hermenn stigu dans -myndband

Óli Tynes skrifar
Tik Tok.
Tik Tok.

Ísraelskur herflokkur er í vandræðum eftir að öryggismyndavélar sýndu hann taka dansspor meðan hann var á eftirlitsferð í Hebron.

Hermennirnir dönsuðu við lagið Tik Tok sem Kesha gerði margfrægt.

Eftir dansinn héldu hermennirnir áfram eftirlitsferðinni, skimandi í kringum sig með byssurnar á lofti.

Myndbandið lenti auðvitað á YouTube.

Ísraelsher er ekki skemmt og hugsanlegt er að mennirnir verði leiddir fyrir herrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×