Erlent

SMS skilaboð geta reynst hættuleg

Óli Tynes skrifar
SMSað á göngu.
SMSað á göngu. Mynd/AP

Það getur verið hættulegt fyrir fótgangendur að senda SMS skilaboð. Strangar reglur hafa verið settar í mörgum löndum um notkun farsíma í akstri.

Ekkert hefur hinsvegar verið hugað að því hvernig fótgangendur nota síma sína. Könnun á því í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að það getur einnig reynst hættulegt.

Sérstaklega er það þegar fólk á göngu sendir SMS skilaboð. Þá er athyglin fastbundin við símann. Það hefur leitt til margra slysa.

Fólk hrasar um gangstéttabrúnir, gengur á ljósastaura, og gengur út á götu í veg fyrir bíla.

Þess eru jafnvel dæmi að fólk hafi horfið af yfirborði jarðar. Það hefur dottið ofan í brunna á holræsakerfum þar sem lokið hefur verið tekið af vegna einhverra viðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×