Enski boltinn

Manchester United hættir við að afrýja leikbanni Rio Ferdinand

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand hefur verið upp í stúku í síðustu leikum.
Rio Ferdinand hefur verið upp í stúku í síðustu leikum. Mynd/AFP
Manchester United hefur ákveðið að draga til baka áfrýjun sína á fjögurra leikja banni miðvarðarins Rio Ferdinand sem var dæmdur fyrir að slá til Craig Fagan, framherja Hull í 4-0 sigri United í enska úrvalsdeildinni á dögunum.

Ferdinand fékk fyrst þriggja leikja bann en fékk síðan einn leik til viðbótar í bann fyrir að áfrýja upprunalega banninu. Með því að áfrýja náði Rio seinni undanúrslitaleik Manchester-liðanna í enska deildarbikarnum. Aganefndin taldi áfrýjuna vera ómerkilega og bætti við einum leik.

Manchester United ákvað samt að áfrýja aftur en hefur nú dregið hana til baka því hún hefði væntanlega bara þýtt að Rio Ferdinand yrði í banni í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Aston Villa á Wembley 28. febrúar næstkomandi.

Enska knattspyrnusambandið fagnar örugglega þessari ákvörðun United-manna enda hefðu þeir væntanlega annars þurft að refsa nýjum fyrirliða enska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×