Þurfa frambjóðendur til stjórnlagaþings ekki að gefa upp hagsmunatengsl sín? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 29. október 2010 16:15 Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Ég lagði fram spurningu á borgarafundi á vegum stjórnlaganefndar sem haldinn var í Súlnasal á Hótel Sögu í síðustu viku og snerist hún um það hvort ekki verði kallað eftir því af hendi opinberra aðila að frambjóðendur til stjórnlagaþings gefi upp hagsmunatengsl sín. Sömu spurningu lagði ég fyrir fulltrúa Dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í símtali í dag. Svörin voru þau að kynning á slíkum upplýsingum væru ekki á hendi þessara aðila heldur yrði einungis kynnt það efni sem frambjóðendur sendu inn ásamt því að bent yrði á þær vefsíður sem frambjóðendur vilja vekja athygli á. Á fundinum var vísað til þess að þetta kæmi ekki fram í Lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 . Í 9. gr. þeirra stendur einungis að Dómsmálaráðuneytið skuli undirbúa kynningarefni um frambjóðendur en ekki er nánar útlistað hvaða upplýsingum þurfi að kalla eftir. Mögulegt er að fjölmiðlar muni fjalla um hagsmunatengsl frambjóðenda og nú þegar hefur vefsíðan Svipan www.svipan.is kallað eftir hagsmunatengslum sem hluta þeirra upplýsinga sem óskað er eftir frá frambjóðendum. Þetta tel ég vera jákvætt en ábyrgð á því að kalla eftir þessum upplýsingum og birta þær eigi að liggja hjá þeim sem annast kynningu á frambjóðendum samkvæmt lögunum þannig að hlutleysis sé gætt í hvívetna. Frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru einstaklingar sem bjóða fram krafta sína til þess að taka þátt í sögulegri endurskoðun nýrrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Verkefnið á sér enga hliðstæðu. Ábyrgð þeirra sem ná kjöri á stjórnlagaþing er mikil og snýst um það að vera þátttakendur í því að endurskoða rammann um grunnstoðir íslensks samfélags. Hluta þeirra orsaka sem ollu því að hérlendis hrundi efnahagslífið má rekja til kunningjasamfélagsins, ógagnsæis, ófaglegra vinnubragða og skorts á formfestu. Þetta kemur meðal annars fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Til þess að stjórnlagaþing og þingmenn þess njóti þess trausts sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist tel ég grundvallaratriði að frambjóðendum sé gert skylt að upplýsa um sín hagsmunatengsl þannig að kjósendur geti gert upp hug sinn með upplýstum hætti. Ég spyr kjósendur að því hvort þeir muni kjósa frambjóðendur sem ekki upplýsa um hagsmunatengsl sín? Ég spyr frambjóðendur að því hvort þeir muni birta hagsmunatengsl sín? Að lokum ítreka ég fyrirspurn mína til hins opinbera um hvort ekki verði kallað eftir hagsmunatengslum frambjóðenda til stjórnlagaþings? Það væri til dæmis hægt að gera það þannig að fyrirfram mótaðar spurningar um hagsmunatengsl verði sendar til frambjóðenda og svör þeirra svo birt sem ítarefni við kynningarefni á vefnum www.kosning.is Til þess að byggja upp betra samfélag á Íslandi þurfum við að hefja verkið hér og nú!
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun