Vilja borgarbúar samgöngumiðstöð? Reynir Sigurbjörnsson skrifar 14. janúar 2010 06:00 Hvað á að gera við nýja samgöngumiðstöð ef hún á aðeins að skapa vinnu fyrir verkfræðinga og iðnaðarmenn í tímabundin störf og vera endastöð fyrir landsbyggðina? Ef þetta verður raunin er betra að verja fjármunum lífeyrissjóðanna í önnur verkefni, nema að farið verði í heildarskipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt er undir. Reykjavík á að vera félagslega örugg, með góðri nærþjónustu og vistvænum samgöngum. Byrja mætti á því sem hægt er að kalla miðju borgarinnar, út frá nýrri samgöngumiðstöð og spítala, en þarna eru einnig tveir háskólar og gamli miðbærinn. Þarna verður til sá möguleiki að byrja að skipuleggja nýja vistvæna borg. Með nýrri samgöngumiðstöð er hægt að leggja teina til Keflavíkur og taka upp lestarsamgöngur frá miðborg Reykjavíkur með tengingu við nágrannasveitarfélögin til Keflavíkurflugvallar sem yrði drifin á innlendum orkugjafa. Þegar hægt er að komast á milli miðborgar og flugvallar á skömmum tíma verður fyrst grundvöllur til að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Með grænni samgöngustefnu og innlendum orkugjöfum á almenningsfarartæki verður Reykjavík leiðandi í vistvænum samgöngum og sýnir þar með hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Jafnframt styrkjast efnislegir og félagslegir innviðir höfuðborgarsvæðisins, með uppbyggingu og atvinnusköpun vegna samgöngumannvirkja, uppsetningar á kerfum fyrir innlenda og vistvæna orku sem er þar að auki gjaldeyrissparandi. Ný borgarstjórn á að láta Orkuveituna beina kröftum og fjármagni í samvinnu við ríkið til uppbyggingar fyrir vistvænar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Með flutningi verkefna frá ríki til borgar, sem Samfylkingin ætti að beita sér fyrir í nýrri borgarstjórn, getur borgin tekið yfir alla nærþjónustu sem hefur verið á forræði ríkis, eins og t.d. löggæslu, umferðarmál, öldrunarmál, málefni fatlaðra og fleira. Þar er Reykjavík mun betur í stakk búin að greina þarfir íbúanna en ríkisvaldið. Höfundur er rafvirki og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað á að gera við nýja samgöngumiðstöð ef hún á aðeins að skapa vinnu fyrir verkfræðinga og iðnaðarmenn í tímabundin störf og vera endastöð fyrir landsbyggðina? Ef þetta verður raunin er betra að verja fjármunum lífeyrissjóðanna í önnur verkefni, nema að farið verði í heildarskipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt er undir. Reykjavík á að vera félagslega örugg, með góðri nærþjónustu og vistvænum samgöngum. Byrja mætti á því sem hægt er að kalla miðju borgarinnar, út frá nýrri samgöngumiðstöð og spítala, en þarna eru einnig tveir háskólar og gamli miðbærinn. Þarna verður til sá möguleiki að byrja að skipuleggja nýja vistvæna borg. Með nýrri samgöngumiðstöð er hægt að leggja teina til Keflavíkur og taka upp lestarsamgöngur frá miðborg Reykjavíkur með tengingu við nágrannasveitarfélögin til Keflavíkurflugvallar sem yrði drifin á innlendum orkugjafa. Þegar hægt er að komast á milli miðborgar og flugvallar á skömmum tíma verður fyrst grundvöllur til að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Með grænni samgöngustefnu og innlendum orkugjöfum á almenningsfarartæki verður Reykjavík leiðandi í vistvænum samgöngum og sýnir þar með hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Jafnframt styrkjast efnislegir og félagslegir innviðir höfuðborgarsvæðisins, með uppbyggingu og atvinnusköpun vegna samgöngumannvirkja, uppsetningar á kerfum fyrir innlenda og vistvæna orku sem er þar að auki gjaldeyrissparandi. Ný borgarstjórn á að láta Orkuveituna beina kröftum og fjármagni í samvinnu við ríkið til uppbyggingar fyrir vistvænar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Með flutningi verkefna frá ríki til borgar, sem Samfylkingin ætti að beita sér fyrir í nýrri borgarstjórn, getur borgin tekið yfir alla nærþjónustu sem hefur verið á forræði ríkis, eins og t.d. löggæslu, umferðarmál, öldrunarmál, málefni fatlaðra og fleira. Þar er Reykjavík mun betur í stakk búin að greina þarfir íbúanna en ríkisvaldið. Höfundur er rafvirki og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar