Vilja borgarbúar samgöngumiðstöð? Reynir Sigurbjörnsson skrifar 14. janúar 2010 06:00 Hvað á að gera við nýja samgöngumiðstöð ef hún á aðeins að skapa vinnu fyrir verkfræðinga og iðnaðarmenn í tímabundin störf og vera endastöð fyrir landsbyggðina? Ef þetta verður raunin er betra að verja fjármunum lífeyrissjóðanna í önnur verkefni, nema að farið verði í heildarskipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt er undir. Reykjavík á að vera félagslega örugg, með góðri nærþjónustu og vistvænum samgöngum. Byrja mætti á því sem hægt er að kalla miðju borgarinnar, út frá nýrri samgöngumiðstöð og spítala, en þarna eru einnig tveir háskólar og gamli miðbærinn. Þarna verður til sá möguleiki að byrja að skipuleggja nýja vistvæna borg. Með nýrri samgöngumiðstöð er hægt að leggja teina til Keflavíkur og taka upp lestarsamgöngur frá miðborg Reykjavíkur með tengingu við nágrannasveitarfélögin til Keflavíkurflugvallar sem yrði drifin á innlendum orkugjafa. Þegar hægt er að komast á milli miðborgar og flugvallar á skömmum tíma verður fyrst grundvöllur til að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Með grænni samgöngustefnu og innlendum orkugjöfum á almenningsfarartæki verður Reykjavík leiðandi í vistvænum samgöngum og sýnir þar með hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Jafnframt styrkjast efnislegir og félagslegir innviðir höfuðborgarsvæðisins, með uppbyggingu og atvinnusköpun vegna samgöngumannvirkja, uppsetningar á kerfum fyrir innlenda og vistvæna orku sem er þar að auki gjaldeyrissparandi. Ný borgarstjórn á að láta Orkuveituna beina kröftum og fjármagni í samvinnu við ríkið til uppbyggingar fyrir vistvænar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Með flutningi verkefna frá ríki til borgar, sem Samfylkingin ætti að beita sér fyrir í nýrri borgarstjórn, getur borgin tekið yfir alla nærþjónustu sem hefur verið á forræði ríkis, eins og t.d. löggæslu, umferðarmál, öldrunarmál, málefni fatlaðra og fleira. Þar er Reykjavík mun betur í stakk búin að greina þarfir íbúanna en ríkisvaldið. Höfundur er rafvirki og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Hvað á að gera við nýja samgöngumiðstöð ef hún á aðeins að skapa vinnu fyrir verkfræðinga og iðnaðarmenn í tímabundin störf og vera endastöð fyrir landsbyggðina? Ef þetta verður raunin er betra að verja fjármunum lífeyrissjóðanna í önnur verkefni, nema að farið verði í heildarskipulag á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt er undir. Reykjavík á að vera félagslega örugg, með góðri nærþjónustu og vistvænum samgöngum. Byrja mætti á því sem hægt er að kalla miðju borgarinnar, út frá nýrri samgöngumiðstöð og spítala, en þarna eru einnig tveir háskólar og gamli miðbærinn. Þarna verður til sá möguleiki að byrja að skipuleggja nýja vistvæna borg. Með nýrri samgöngumiðstöð er hægt að leggja teina til Keflavíkur og taka upp lestarsamgöngur frá miðborg Reykjavíkur með tengingu við nágrannasveitarfélögin til Keflavíkurflugvallar sem yrði drifin á innlendum orkugjafa. Þegar hægt er að komast á milli miðborgar og flugvallar á skömmum tíma verður fyrst grundvöllur til að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Með grænni samgöngustefnu og innlendum orkugjöfum á almenningsfarartæki verður Reykjavík leiðandi í vistvænum samgöngum og sýnir þar með hvernig hægt er að leggja sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Jafnframt styrkjast efnislegir og félagslegir innviðir höfuðborgarsvæðisins, með uppbyggingu og atvinnusköpun vegna samgöngumannvirkja, uppsetningar á kerfum fyrir innlenda og vistvæna orku sem er þar að auki gjaldeyrissparandi. Ný borgarstjórn á að láta Orkuveituna beina kröftum og fjármagni í samvinnu við ríkið til uppbyggingar fyrir vistvænar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Með flutningi verkefna frá ríki til borgar, sem Samfylkingin ætti að beita sér fyrir í nýrri borgarstjórn, getur borgin tekið yfir alla nærþjónustu sem hefur verið á forræði ríkis, eins og t.d. löggæslu, umferðarmál, öldrunarmál, málefni fatlaðra og fleira. Þar er Reykjavík mun betur í stakk búin að greina þarfir íbúanna en ríkisvaldið. Höfundur er rafvirki og býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar