Erlent

Aldrei jafn margar árásartilraunir

Óli Tynes skrifar
Frá árásinni á New York.
Frá árásinni á New York.

Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að á síðustu níu mánuðum hafi verið gerðar fleiri tilraunir til hryðjuverkaárása á landið en nokkru sinni fyrr á eins árs tímabili.

Í nýrri skýrslu sem send hefur verið til löggæsluaðila um allt land segir að gera verði því skóna að víða sé að finna menn sem séu að undirbúa árásir. Í mörgum tilfellum sé erfitt að sjá við þeim, þar sem þeir koma ekki utanfrá.

Sem dæmi eru teknir tveir menn sem nýlega voru handteknir. Annar þeirra var að undirbúa árás á neðanjerðarlestarkerfið í New York.

Hinn var sá sem skildi eftir bíl fullan af sprengiefni á Times torgi í New York. Bent er á að þótt þeir séu báðir af erlendum uppruna hafi þeir búið lengi í Bandaríkjunum og þekkt vel skotmörk sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×