Þankar um menntunarstig og framtíð Magnús S. Magnússon skrifar 23. júlí 2010 06:00 Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Eitt getum við Íslendingar örugglega veitt okkur með ákveðnum vilja og það er bætt menntun þeirra sem eiga að erfa landið og ætlast er í raun til að sjái þeim farborða sem þá verða aldnir eða sjúkir. Þar sem langflest störf krefjast nú framhaldsmenntunar af einhverju tagi er augljóslega ekki lítið í húfi jafnt fyrir þá yngri sem þurfa að finna sér störf og fyrir þá eldri og þá sem sjúkdómar herja á. Það var því leitt að lesa hér (Fréttablaðið 3. júlí 2010) um nýja íslenska rannsókn sem enn undirstrikar það sem áður hefur fram komið í erlendum könnunum að þvert á óteljandi staðhæfingar um hið gagnstæða er menntunarstig þjóðar okkar ekki sérlega gott heldur nánast það lakasta sem þekkist á Vesturlöndum. Um helmingur Íslendinga lýkur þannig engu framhaldsnámi eftir grunnskólanám og af þeim sem hætta í framhaldsskólanámi gera það flestir eftir aðeins eitt til tvö ár. Helmingur Íslendinga mun því ekki stunda neitt frekara skólanám eftir u.þ.b. 16-17 ára aldur sem er allt annað og verra hlutfall en í helstu löndum okkar heimsálfu. Sé gengið út frá að menntun stuðli að aukinni almennri hæfni og færni og upplýstari gagnrýnni hugsun, hverjar gætu þá verið afleiðingar af lágu menntunarstigi þjóðar? Nokkur atriði koma fljótt upp í hugann: Það eru færri hæfir frambjóðendur og stjórnendur og færri hæfir til að meta tillögur þeirra og gerðir. Í lýðræðisríki gilda öll atkvæði jafnt og minna upplýstan almenning er auðveldara að blekkja og afvegaleiða. Þannig virðist minna upplýst þjóð t.d. líklegri til að falla fyrir lýðskrumi og ekki síst komi það frá háttsettum aðilum. Er illa upplýst þjóð draumaland hins vanhæfa stjórnmálamanns? Sennilega er t.d. auðveldara að fá minna upplýsta þjóð til að trúa því að hún sé meðal heimsins upplýstustu og menntuðustu þjóða og sé jafnvel fyrirmynd og afburðaþjóð. Í stuttu máli, minna upplýst þjóð virðist líklegri til að taka rangar ákvarðanir, aðhyllast óheppilegri fyrirmyndir og velja slakari leiðtoga, já, jafnvel lýðskrumara. Í þessu samhengi stingur í augu að meðal þeirra vesturlandaþjóða sem verst standa varðandi menntunarstig eru nokkrar þær þjóðir sem undanfarið hafa lent í hvað verstum hremmingum eða jafnvel hruni, svo sem Spánn, Tyrkland, Portúgal og Ísland. En menntunarstig er hægt að hækka sé skilningur á nauðsyn þess fyrir hendi. Þar bítur þó vandinn gjarna í eigið skott, því þar sem menntunarstig er lágt er oft erfiðara og óvinsælla að skýra og ræða mikilvægi menntunar. Eigum við leiðtoga færa um að rjúfa slíkan vítahring? Gæfi þjóðin þeim brautargengi? Staðhæfingar eins og t.d. „Iss, menntun skiptir engu máli" eða „Íslendingar eru ein menntaðasta þjóð í heimi" heyrast enn sí og æ og maður spyr sig hvort svo óábyrgu tali og lýðskrumi fari að linna því hér virðist augljós og brýn þörf á þjóðarátaki um stórbætt almennt menntunarstig, nokkuð sem virðist fyrir litla nýsjálfstæða eyþjóð á tímum alþjóðlegrar samskiptabyltingar verðugt og heillandi framtíðarverkefni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun