Erlent

Obama hittir Netanyahu

Barack Obama.
Barack Obama.
Barack Obama bandaríkjaforseti hittir í dag Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og er búist við því að Obama reyni að koma friðarviðræðum á milli Ísrels og Palestínu í gang á ný. Eins og staðan er í dag ræðast deiluaðilar ekkert við nema í gegnum George Mitchell sérlegan erindreka Bandaríkjanna í mið-austurlöndum. Samskipti Obama og Netanyahus hafa ekki verið upp á marga fiska síðustu misseri og nú á að reyna að bera klæði á vopnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×