Skoðun

Erna Ástþórsdóttir: XÆ fyrir Besta flokkinn

Erna Ástþórsdóttir skrifar

Af hverju að kjósa Besta flokkinn, spyrja sumir sjálfa sig, er þetta ekki bara eitthvað grín? Ja grínið verður að minnsta kosti mun vandaðra en það „grín" sem er búið að vera ríkjandi.

Besti flokkurinn samanstendur af heiðarlegu, skynsömu nú og auðvitað skemmtilegu fólki sem vill fá virka og skemmtilega borg og ekkert bull. Við viljum bæta borgina og fá borgarbúa með okkur í það. Suma vankanta höfum við bent á t.d varðandi Hljómskálagarðinn, stór garður á besta stað í borginni en það er aldrei nokkur hræða þar, einn af fáum görðum í borginni sem raunverulega ætti að mega planta öspum á, til að mynda skjól. Veita leyfi fyrir kaffihúsarekstri , koma upp salernisaðstöðu fyrir almenning og bæta við leiktækjum fyrir börn og jafnvel fullorðna (hverjum finnst ekki gaman að róla ?).

Svo mætti nefna vetrarfrí skólanna, upphafleg áætlun með fríinu hlýtur að hafa verið að gefa barnafjölskyldum smá svigrúm til að brjóta upp hvunndaginn yfir vetrartímann en raunin er sú að öll skólastigin ( og innan skólastiga) taka fríið á misjöfnum tímum = algjört klúður og vesen, þessu hlýtur að vera hægt á auðveldan hátt að kippa í liðinn.

Nú blasir við niðurskurður og talað er um t.d. að allt of dýrt sé að skipta um sand í sandkössum borgarinnar og leiksvæði og leikskólar eru án viðhalds. Hvernig væri að virkja foreldra og borgarbúa almennt og hafa t.d. vinnudag, þar sem fólk mætir og málar og lappar upp á umhverfi sitt.

Við getum öll lagt eitthvað til og gert borgina okkar skemmtilega. Vil ég nefna í þessu tilliti fyrrum listamanninn Edi Rama, borgarstjóra Tirana í Albaníu. Þegar hann tók við sem borgarstjóri árið 2000 voru mörg húsin ansi niðurnídd og grá, hans lausn á því máli var að gefa fólki sem bjó í félagsíbúðum litríka málningu og þar með gjörbyltust grámygluð hverfin í hin litríkustu og glaðlegustui. Og útkoman var eins fjölbreytt og húsin mörg, röndótt, marglit og falleg.

Við viljum fá ábendingar um hvað betur má fara því öll viljum við og eigum að geta haft áhrif í borginni okkar. Eins hljótum við alltaf vilja hafa fagfólk með í allri ákvarðanatöku.

Við getum sameiginlega gert ansi margt og við viljum bara gera best.

XÆ - Erna Ástþórsdóttir í 15.sæti á lista Besta flokksins






Skoðun

Skoðun

Hvað er verið að leið­rétta?

Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Sjá meira


×