Erlent

Petr Necas hefur tekið við

Petr Necas Tók við forsætisráðherraembætti í gær.nordicphotos/AFP
Petr Necas Tók við forsætisráðherraembætti í gær.nordicphotos/AFP
Tékkland Petr Necas, leiðtogi íhaldsmanna í Tékklandi, tók í gær við forsætisráðherraembætti landsins. Flokkur hans, Borgaralegi lýðræðisflokkurinn, hefur myndað stjórn ásamt tveimur öðrum hægri og miðjuflokkum.

Stjórnin hefur 118 þingsæti á 200 manna þjóðþingi landsins. Bráðabirgðastjórn hefur verið við völd í landinu í rúmt ár, eða síðan slitnaði upp úr þriggja flokka stjórnarsamstarfi, undir forystu Borgaralega lýðræðisflokksins, í mars 2009.

Necas var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×